facebook_icon iceland_icon English_icon
     
     
     
   
Forsíða | Matseðill | Take away | Um okkur | Fróðleikur | Veisluþjónusta
   
Tahi keflavik_forréttur Forréttir
Tahi keflavik_barnamatseðill Súpur
Tahi keflavik_salat Salat
Tahi keflavik_aðalréttir Aðalréttir
Tahi keflavik_ Sushi
Tahi keflavik_eftirréttir Eftirréttir
Tahi keflavik_ Barna
matseðill
Tahi keflavik_hádegistilboð Hádegis
tilboð
Tahi keflavik_salat Heilsuréttir
 

Fróðleikur _________________________________

Heilsa

Taílenskur matur er margrómaður um allan heim vegna heilsusamlegra eiginleika hans. Í áratugi hefur hann verið vel þekktur fyrir jákvæð áhrif á mannslíkamann. Fjölmargar taílenskar jurtir og rætur eru notaðar í framleiðslu á heilsuvörum nú til dags. Tíðni krabbameins í Asíu, sérstaklega Suðaustur-Asíu, er töluvert lægri en í Evrópu og öðrum vestrænum löndum.

Ferskleiki

Í hefðbundnum skilningi endurspeglar taílensk matargerð lífsmunstur sem tengt er vatni. Uppistaða taílenskra rétta voru dýr og plöntur sem lifa í vatni. Taílensk matarerð er rómuð fyrir ferskleika sinn.
Eins og hinar frægu taílensku blómaskreytingar þá endist maturinn ekki mjög lengi og þess vegna verður að neyta hans strax. Það er sterk tilfinning í taílenskri menningu að lifa í núinu, sem á rætur að rekja til hins sterka bakgrunni í búddasið.

Fjölbreytni

Jafnvel þó að Taílendingar kjósi vel kryddaðan og sterkan mat þá eru líka til fjölmargir mildir réttir. Taílenskur matur bragðast þó aldrei óspennandi og það er hægt að elda hann þannig að öllum líki. Til eru fjölmörg mismunandi krydd sem og margar leiðir til þess að elda matinn. Þú hættir aldrei að uppgötva nýja og ólíka rétti, sama hversu oft þú færð þér taílenskan mat.

Skapandi

Fjölbreytni taílenskrar matargerðarlistar má rekja til ástar Taílendinga á góðum mat. Mikið úrval af hráefni eins og jurtum, grænmeti, ávöxtum og kryddum gerir það að verkum að endalaust er hægt að búa til nýja, fjölbreytta og spennandi rétti.

Þægindi

Taílenskir réttir eru borðaðir með gaffli og skeið. Réttirnir eru tilreiddir á þann máta að borðhnífur er óþarfur, og því sker kokkurinn kjötið og fiskinn í hæfilega bita. Það er skeiðin sem er notuð til að bera matinn að munninum, ekki gaffallinn.

Jafnvægi

Að halda jafnvægi á milli rétta er einn helsti metnaður matreiðslumanna í taílenskri matargerð, þar sem þar er blandað saman austrænum og vestrænum áhrifum. Útkoman er einstök.
   
Thai Keflavík | Hafnargötu 39 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 8666
vefhönnun